137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[20:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Brýnasta verkefni þessarar ríkisstjórnar og þingheims hvað varðar sparisjóðina — hefði ég haldið eftir umræðuna í dag — er að gera það kleift að ríkið geti komið með allt að 20,5 milljarða inn í sparisjóðina. (Gripið fram í.) Það er brýnasta verkefnið. Það er verkefni sem við höfum staðið frammi fyrir síðustu (Gripið fram í.) þrjár vikur frá því að þetta — (Gripið fram í.) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞBack): Gefum hljóð.)

Frá því að þetta frumvarp var lagt hér fyrir þingið 6. júní sl. er þetta það verkefni sem við höfum staðið frammi fyrir, hv. þingmenn. Við munum greinilega hafa það í fanginu nokkra daga í viðbót.

Ég endurtek: Brýnasta verkefnið núna er að auðvelda ríkinu að setja peninga inn í sparisjóðakerfið til þess að bjarga því sem bjargað verður þar. (Gripið fram í.)