137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[11:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vil gera athugasemd við þann dagskrárlið sem næstur er á dagskrá. Þó að þingsköpin segi að það skuli líða tveir sólarhringar frá því að mál er lagt fram og þar til það er rætt er þetta mál þvílíkt að vöxtum að ég efast um og fullyrði að enginn þingmaður hafi lesið öll þau fylgiskjöl sem fylgja þessu máli, hvað þá að þeir hafi skilið þau. Margt af því er á erlendum tungum og menn þurfa líka að átta sig á breskri dómaframkvæmd og breskri löggjöf varðandi þessi mál. Ég skora á hæstv. forseta að taka málið af dagskrá og fresta því fram í næstu viku.