137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[11:16]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Við erum að greiða atkvæði um lykilgreinina í þessu frumvarpi. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin leggur þetta mál fram — og það gengur út á að það sé nú heimilt að lækka stofnfé í sparisjóðum. Með þessu sé ég ekki fram á annað en verið sé að ríkisvæða sparisjóðakerfið. Ég segi því nei við þessari hugmyndafræði en ég segi já við minni eigin breytingartillögu.