137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[11:25]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Í þessari atkvæðagreiðslu hef ég tekið ákvörðun um að sitja hjá um mína eigin tillögu. Ástæðan fyrir því er sú að hún tengist fyrri breytingartillögu sem ég var með, um að allir sparisjóðir, hvort sem þeir eru nýir eða starfandi gætu verið með annað stofnfé að jafnvirði 1 millj. evra að lágmarki. Ég hef því engan áhuga á því lengur, þar sem er búið að fella þá tillögu, að taka þessa heimild frá starfandi sparisjóðum, þ.e. að vera með stofnfé að lágmarki 1 millj. evra. Þess vegna sit ég hjá varðandi mína eigin tillögu.