137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[13:34]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er komin upp eins og aðrir hv. þingmenn sem hafa talað hér til að segja að það er ófært að halda þessum fundi áfram ef hæstv. ráðherrar koma ekki í salinn. Ég skora á forseta þingsins að fresta fundinum þar til hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra hafa gengið hér inn til að hlusta á umræður.

Hér er mælendaskrá langt fram á nótt svo að fólk átti sig á því. Það er langur dagur fram undan þannig að það er eins gott að viðkomandi ráðherrar vakni af hádegisblundi sínum og mæti hér áður en fundi er fram haldið.