137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[13:36]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir þá ósk sem hefur komið hérna fram. Mér finnst hún málefnaleg og réttmæt og það er vegna þess að þetta mál er mjög stórt í sniðum, mikilvægt og mjög umdeilt. Hæstv. fjármálaráðherra flytur málið og er staddur hér, sem betur fer, en mér finnst ekki óeðlilegt að það sé líka beðið um að hæstv. forsætisráðherra sitji undir umræðunni, sérstaklega þegar forustumenn stjórnmálaflokkanna í landinu eru að fara með sína fyrstu ræðu. Þetta er tveggja flokka ríkisstjórn og mér finnst ekki óeðlilegt að forustumenn beggja stjórnarflokkanna sitji undir þeim ræðum sem haldnar eru þegar forustumenn annarra stjórnmálaflokka tala.