137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[14:14]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var svo undarleg fullyrðing að ég átta mig ekki alveg á hvernig ég á að svara henni. Ég talaði ekki um neitt annað en skuldsetningu Íslendinga og hv. þingmaður fullyrðir að ég hafi horft fram hjá henni. Ég tók m.a. fram hvernig hægt væri, ef vilji manna stæði til, að greiða upp allar skuldir Íslendinga — náttúrlega ekki skuldir hinna föllnu banka, þær verða aldrei greiddar, en allar aðrar venjulegar skuldir, þar á meðal skuldir ríkisins — á næstu árum ef við bara sættum okkur við að innflutningurinn verði u.þ.b. eins og hann var fyrir 5–6 árum og höldum sjó í útflutningnum.