137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[14:16]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (andsvar):

Frú forseti. Þessi orð þingmannsins bjóða eiginlega bara upp á það að ég segi í þriðja sinn það sem ég er þegar búinn að segja tvisvar, en ég ætla að hlífa þingheimi við því.

Málið snýst einfaldlega um það að við erum raunar þegar hætt innflutningi á gulli til átu eða lúxusjeppum. (SDG: Sýndu útreikninga.) Það skal ég gera með glöðu geði. Þetta getur reyndar hver sem er reiknað sjálfur því að frumgögnin eru opinber, þetta er á vef Hagstofunnar, (Gripið fram í.) gengistölurnar hjá Seðlabankanum og þetta er mjög einfalt. (Gripið fram í.) Það er hægt að skoða innflutningstölurnar frá 2001 til 2003 og það er hægt að skoða útreikningstölurnar undanfarin ár. Svo er hægt að velta fyrir sér hvort eitthvað bendi til annars en að við getum haldið þessum útflutningi gangandi. (Gripið fram í.) Ég var búinn að fjalla um það sérstaklega að við gætum greitt upp öll lán með vöxtum þannig að það liggur fyrir.