137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[15:18]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég get alveg skilið þessi rök hæstv. ráðherra. Það er hins vegar svolítið einkennilegt að við eigum að fara að skrifa undir samning sem liggur fyrir að við getum ekki borgað til þess að við getum gripið til öryggisákvæðisins. Væri kannski ekki ástæða til að óska strax eftir frekari viðræðum við þá sem ætla að veita okkur þetta lán á þessum forsendum og útskýra fyrir þeim að staðan sé svona í dag og það liggi algerlega fyrir að við getum ekki borgað það sem verið er að fara fram á að við borgum?