137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[15:41]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér þótti þetta nú ekki sérstaklega merkileg ræða, því miður. Við skulum ekki gleyma því og í fullri alvöru að ég á hér í orðaskiptum við formann stjórnmálaflokks sem gekk frá þessum skuldbindingum upp á 6,7%. (Gripið fram í.) Hann gerði það. (Gripið fram í: Hvað erum við þá að gera hérna núna?) Ég vil fá að vita nákvæmlega hver afstaða Sjálfstæðisflokksins er til þessa máls. Ég gruna hann því miður um græsku í því efni, að hann sé að horfa til þess eins að fella ríkisstjórnina en koma síðan að kjötkötlunum aftur. (Gripið fram í.) Ég meina síðan ekkert með þessu. Ég er bara að vísa til sögunnar, ekki til síðustu ára. Ég ætla að vona að hv. þingmaður hlusti á mig, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ég er að vísa til undangenginna mánaða. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem féll frá því (Forseti hringir.) að fara dómstólaleið. Það var hann sem gerði það. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem kallaði (Forseti hringir.) Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til Íslands. (BjarnB: Þetta er rangt.) Það er Sjálfstæðisflokkurinn (Forseti hringir.) sem var leiðsögumaður okkar út í fenið. (Gripið fram í: Ert þú ...) Er eitthvað (Forseti hringir.) undarlegt að menn hafi sínar efasemdir? (Gripið fram í.) Hafa menn (Forseti hringir.) einhverjar efasemdir? (Gripið fram í.)