137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:19]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég er næstur á mælendaskrá og ætlaði að beina nokkrum fyrirspurnum til forustumanns ríkisstjórnarinnar. Mér er tjáð að hún sé ekki í húsi og óska ég eftir því að frú forseti geri hæstv. forsætisráðherra að minnsta kosti viðvart þannig að ég geti haldið mína ræðu með góðri samvisku fyrir auðum bekk því ég ætla mér að tala í minni ræðu eilítið um stjórnarfarið hér á landi og forustu hennar í ríkisstjórn Íslands.