137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:03]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað varðar þingsályktunartillöguna sem samþykkt var 5. desember, held ég að það hafi verið, árið 2008 þá var það um samningsumboð, það setti engin skilyrði á þingið. Ég veit það vel. Það sem þinginu er ætlað að gera núna er að veita ríkisábyrgð á þessum samningi. Ég veit það líka vel, hv. þingmaður þarf ekki að taka mig í kennslustund um það.

Það eru 7 ár þar til fyrst þarf að greiða af þessu láni og ég leyfi mér að kalla það grið. Við gætum kannski líka kallað það frið. Mér er alveg sama hvað hv. þingmaður vill kalla það. Í mínum huga skiptir það máli að ekki þarf að greiða af þessu láni í 7 ár, það er mjög einfalt. Síðan sannast að segja man ég ekki hvert þriðja atriðið var en ég mun svara því í næsta andsvari.