137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[20:02]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni að það er mjög mikilvægt að menn viti efnahagslegar afleiðingar þessarar ríkisábyrgðar því að þær eru gífurlegar. Í þessu frumvarpi, á síðu 25 í greinargerðinni, er gert ráð fyrir því að hagvöxtur muni vaxa svo og svo mikið næsta ár. Gert er ráð fyrir því neðst á síðu 25 að við eigum að borga svona 150 milljarða á ári í erlendum gjaldeyri. Vita menn yfirleitt hvað það er mikið? Það er allur sjávarútvegur Íslands, allur útflutningur af sjávarútvegi, og þá á eftir að kaupa olíu og net. Sjómennirnir fá náttúrlega ekki neitt. Það er allur sjávarútvegurinn, allur nettóútflutningur af sjávarafurðum sem þessi samningur tekur í 13 ár. Á hverju á þjóðin að lifa?