137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:08]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Búið var að tilkynna þingflokki Framsóknarflokksins að ákveðið hefði verið að umræðum lyki kl. 10 í kvöld og menn hafa gert ráðstafanir í samræmi við það. Það er því að mínu mati ekki um það að ræða að breyta þessari ákvörðun aftur og lengja fundinn til kl. 11. Það eru engar forsendur til þess. Ég vildi benda hæstv. forseta á að ljúka fundi núna eins og samið hefur verið um.