137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

gjaldeyrismál.

137. mál
[11:42]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég kem aðallega upp til að lýsa yfir stuðningi við að þetta mál fái framgöngu og fari til nefndar. Ég held að það sé eðlilegt í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum við og ekki síst í ljósi efnahagslegra aðstæðna, að eftirlitsstofnunum og framkvæmdarvaldinu séu veittar rýmri heimildir til að hafa kontról, ef má orða það þannig, á gjaldeyrisviðskiptum eða öðru slíku.

Ég kem hingað fyrst og fremst upp til að lýsa því yfir að við munum styðja það að þetta fari áfram til nefndar, eins og hæstv. ráðherra lagði til.