137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

embætti sérstaks saksóknara og rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008.

138. mál
[12:21]
Horfa

dómsmálaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að þessar yfirlýsingar hafi gildi gagnvart rannsóknaraðilum, að rannsóknaraðilar taki þetta til sín, svo sem sérstakur saksóknari en ekki síst Fjármálaeftirlitið, og þessi yfirlýsing hafi þá það gildi gagnvart þeim. Rannsókninni er ekki stjórnað úr ráðuneytinu og á ekki að vera stjórnað úr ráðuneytinu en það hefur það hlutverk að brýna þetta fyrir rannsóknaraðilum.