137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

embætti sérstaks saksóknara og rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008.

138. mál
[12:24]
Horfa

dómsmálaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sérstakur saksóknari ræður sjálfur til sín starfsfólk og það er þá í hans höndum og annarra eftirlitsaðila að velja til sín starfsfólk. Það er alveg ljóst að þessi vinna krefst mikillar sérþekkingar. Það mun vera ein af ástæðunum fyrir því að ekki er enn þá búið að fylla upp í þann kvóta sem fjárveitingin hefur sett hinum sérstaka saksóknara á þessari stundu. En allt hefst þetta þó að lokum þannig að ég tek spurningu hv. þingmanns sem ábendingu til hins sérstaka saksóknara.