137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[13:41]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Sagði hæstv. fjármálaráðherra ekki fyrir kosningar að hann vildi skila láninu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Mikið væri nú gott ef hæstv. fjármálaráðherra gæti upplýst okkur sem fyrst hvað hann ætlaði sjálfur að gera þegar hann ræddi um þetta fyrir kosningar. (Fjmrh.: Ég ætla að koma Íslandi á lappirnar.) Án Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? (Gripið fram í: Á lappirnar.) (Gripið fram í: Ekki gefast upp.)