137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[15:21]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta byggir á einhverjum óskaplegum misskilningi. Íslendingar eru að sjálfsögðu ekki að borga fyrir kostnað Hollendinga af samningagerðinni eða samskiptunum við okkur, það er fleipur. (Gripið fram í.) Hins vegar er það þannig að á innlánstryggingarsjóðinn fellur hluti þess kostnaðar sem hann ber ábyrgð á vegna ábyrgðanna en Hollendingar yfirtóku þegar þeir voru að gera upp við innstæðueigendur í Hollandi. Hér rugla hv. þingmenn einhverjum hlutum saman.