137. löggjafarþing — 36. fundur,  9. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[18:13]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður endurtekur eina ferðina enn að það séu ekki áform uppi um að skrifa stofnféð niður í núll. Þá spyr ég eina ferðina enn: Af hverju var ekki tekið í þá hugmynd að setja gólf til þess að stofnfjáreigendur væru þá tryggðir með þeirri fyrirætlan vegna þess að nú hafa þeir ekki neitt og það gerir það að verkum að það vantar hvatann fyrir þetta fólk til að koma inn og til að halda áfram að vera stofnfjáreigendur í sparisjóðunum.

Og svo það hvernig hv. þingmaður orðaði það „að halda þeim inni“. Það er eins og verið sé að tala um fé sem er rekið í rétt og reynt að halda inni með einhverju — það er ekki einu sinni hægt að segja gylliboði vegna þess að það er ekki einu sinni fallist á að skoða þær hugmyndir sem þó hefðu getað verið til þess að þeir fengju (Forseti hringir.) áhuga og hefðu hvata og hag af því að vera inni í sparisjóðunum sínum áfram.