137. löggjafarþing — 36. fundur,  9. júlí 2009.

endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[21:52]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það fer að líða að því að ég taki til máls um efnið en áður en að því kemur vildi ég grennslast fyrir um það hjá hæstv. forseta hvernig framhaldi þingstarfa verður háttað hér í köld, hver áform forseta eru varðandi framhaldið. Hér hafa verið rædd tvö mál í dag, annars vegar um fjármálafyrirtæki og hins vegar þetta. Ég óska þess að hæstv. forseti upplýsi um hvort fyrirhugaðar séu atkvæðagreiðslur í kvöld vegna þess að tilkynnt hefur verið að á morgun sé bara tvennt á dagskrá, annars vegar óundirbúnar fyrirspurnir og hins vegar tillögur um aðildarumsóknir að ESB. (Forseti hringir.) Það væri gott, nú þegar klukkan er að verða tíu um kvöld og við höfum verið að störfum hér í allan dag, að forseti upplýsti (Forseti hringir.) hver áform hennar eru varðandi framhaldið.