137. löggjafarþing — 37. fundur,  10. júlí 2009.

endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[11:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Breytingartillagan hljóðar svo, með leyfi frú forseta:

„Fjármálaráðherra er heimilt að framselja eignarhlutinn til Bankasýslu ríkisins.“

Hvað er nú það? Það var á dagskrá í gær frumvarp um Bankasýslu ríkisins en ekki í dag og það er hvorki búið að samþykkja eitt né neitt um Bankasýslu ríkisins þannig að ég get ekki verið með breytingartillögunni af þessari ástæðu. En ég greiði líka atkvæði gegn henni vegna þess að Bankasýslu ríkisins er skipuð stjórn og það er stjórn hennar sem fer svo með forræði yfir þessu fyrirtæki sem við eru hér að ræða um, um endurskipulagningu rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja, og mér finnst mjög dapurlegt að þar með er ábyrgðin komin yfir á stjórnina frá ráðherranum. Hvernig í ósköpunum á Alþingi að tryggja að lög séu haldin? Hver er aðili að máli ef menn telja að lög séu brotin hjá þessari Bankasýslu? Ég segi nei við þessari tillögu.