137. löggjafarþing — 37. fundur,  10. júlí 2009.

endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[11:22]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég er kominn til að gera grein fyrir atkvæði mínu og ég tek undir með þeim sem hér hafa talað og vil hvetja þingmenn stjórnarmeirihlutans til að vakna og átta sig á því á hvaða vegferð menn eru. Þessi breytingartillaga gengur út á það að við ætlum að setja þetta félag — og ég tek undir það sem hér hefur verið sagt að þetta frumvarp hefur verið unnið betur heldur en önnur sem þessu tengjast og eins og hefur komið fram í umræðunni er það búið að taka miklum breytingum. Það sama á ekki við um þau frumvörp sem þessu máli tengjast, Bankasýsluna og frumvarpið um sparisjóðina. En við erum á þeirri vegferð að við ætlum að setja íslenskt efnahagslíf nokkurn veginn undir eina ríkisstofnun. Ég hvet hv. þingmenn meiri hlutans til að draga andann djúpt og fara aðeins yfir það mál.