137. löggjafarþing — 37. fundur,  10. júlí 2009.

gjaldeyrismál.

137. mál
[11:31]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er á ferðinni frumvarp sem hefur þann tilgang að fylgja eftir þeim lögum sem Alþingi hefur sett um gjaldeyrishöft. Við sjálfstæðismenn höfum ákveðið að veita frumvarpinu allan framgang í þinginu og styðja það að málið fari hratt í gegn. En að sjálfsögðu er þetta frumvarp birtingarmynd þess vanda sem við stöndum nú frammi fyrir, að þingið hefur sett lög um gjaldeyrishöft, það er vandinn. Því miður er það svo að allar líkur eru á því að þeir sem frumvarpinu er ætlað að ná til muni halda áfram ýmiss konar starfsemi sem við teljum það óæskilega á grundvelli þessara laga að það verði erfiðara og erfiðara að fást við þetta og við munum þurfa að setja erfiðari og harðari lög eftir því sem tíminn líður. Því fyrr sem við náum að afnema gjaldeyrishöftin þeim mun fyrr komumst við í eðlilegt efnahagsástand (Forseti hringir.) og því munum við sitja hjá en veita málinu allan framgang þannig að hægt sé að ganga frá því.