137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[11:48]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég óska eftir því að forseti beiti sér fyrir því að þingmenn séu ekki kúgaðir. Ég lýsi yfir fullri samstöðu með hv. þm. Ásmundi Einari Daðasyni. Ég var einu sinni í hans sporum og þá stöðvaði forseti, sem kom úr röðum Samfylkingarinnar, þingið í einn dag. Ég skil þetta ekki öðruvísi en að við séum að fara að ræða hér mál í mjög takmörkuðum ræðutíma. Mér er algerlega ómögulegt að átta mig á af hverju hann er ekki lengdur en við skulum átta okkur á því að Vinstri grænir eru nú að leiða fyrir þingið, fyrir aftökusveitina, eitthvert stærsta mál sem þeir hafa verið eindregið gegn. Einhverjir ætla væntanlega að greiða atkvæði á móti, það er leitt fyrir aftökusveitina (Forseti hringir.) enda geta menn hæglega reiknað út að þetta verður samþykkt.