137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[11:55]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Það var ekki meining forseta að tefja eða takmarka nokkuð ræðutíma enda hafði forseti tilkynnt þingflokksformönnum vilja sinn um að tvöfalda ræðutíma hjá talsmönnum og hafa hefðbundinn ræðutíma samkvæmt þingsköpum hjá öðrum ræðumönnum og ekki hefur verið gerð athugasemd við það. (Gripið fram í.) En forseti mun aftur á móti verða við óskum hér um að tvöfalda ræðutíma þingmanna og nýta 2. mgr. 55. gr. til að tvöfalda ræðutíma hjá öllum þingmönnum úr því að svo hörð krafa kemur um það.

Forseti vill einnig geta þess vegna annarra ummæla sem komið hafa fram í umræðu um fundarstjórn að forseti getur ekki stjórnað gerðum þingmanna í þingsal eða hvað þeir ákveða að gera eða gera ekki í ræðustól Alþingis, svo það sé alveg ljóst.