137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[11:56]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Frú forseti. Hér hafa háalvarlegir atburðir gerst og enn á ný á að hefta tjáningarfrelsið. Þeir atburðir hafa gerst í fyrsta sinn í Íslandssögunni að hér stendur þingmaður í þessum ræðustól og lýsir kúgunum þeim sem hann hefur orðið fyrir í aðdraganda umræðu þessa máls.

Frú forseti. Þetta er ekki boðlegt. Löggjafarvaldið á að setja lög. Löggjafarvaldið á ekki að taka við skipunum frá framkvæmdarvaldinu. Þetta er grafalvarlegt mál. Hér hefur þingmaður gengið úr ræðustól. Hann ætlar ekki að taka þátt í umræðunum. Hann lýsti kúgununum. Við búum ekki í lýðræðisríki sem er einn hornsteinninn í Kaupmannahafnarsáttmálanum sem er aðgöngumiði Samfylkingarinnar inn í Evrópusambandið. Ég er sorgmædd í dag.