137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[11:57]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Fyrst vil ég hrósa virðulegum forseta fyrir hvernig hún tók á beiðni þingmanna varðandi aukinn ræðutíma, það er mjög til fyrirmyndar.

Ég ætla hins vegar ekki að koma hér fram og vekja athygli á því augljósa, að Vinstri grænir láta kúga sig algerlega í þessu stjórnarsamstarfi. Það er auðvitað þeirra mál. En ég vil gera athugasemdir við dagskrá þingsins. Á sama tíma og við erum í harðri milliríkjadeilu um Icesave þar sem Evrópusambandið knýr okkur til niðurstöðu sem er ekki með neinu móti hægt að segja að séu hagsmunir íslensku þjóðarinnar — það vill ekki fara dómstólaleiðina eða neina slíka leið sem farin er í vestrænum lýðræðisríkjum og þótt víðar væri leitað — erum við í fullri alvöru (Forseti hringir.) að ræða um að fá að vera með í klúbbnum. (Forseti hringir.) Þótt ég vildi ekkert heitar (Forseti hringir.) en að Ísland gengi í Evrópusambandið hvarflaði aldrei að mér (Forseti hringir.) að gera það á sama tíma og við sitjum undir afarkostum (Forseti hringir.) frá þessu ríkjabandalagi.