137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[11:59]
Horfa

Þór Saari (Bhr):

Frú forseti. Í ljósi þess sem fram kom hjá hv. þm. Vinstri grænna áðan, Ásmundi Einari Daðasyni, um meinta kúgun til fylgis hans við mál sem hann styður ekki samkvæmt samvisku sinni vil ég beina því til forseta að athugað verði hvað þetta mikilvæga mál varðar, og jafnframt næstmikilvægasta mál Íslandssögunnar, um Icesave-samninginn, hvort þingmönnum verði gert kleift að greiða atkvæði með leynilegum hætti til að þeir þurfi ekki að sæta því að vera kúgaðir af samflokksmönnum sínum í jafnmikilvægum málum og þessum.

Þetta er hrikaleg staða sem upp er komin á Alþingi Íslendinga og hana verður að leysa með einhverjum hætti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)