137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[12:05]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Frú forseti. Ég vil byrja á því að taka undir þakkir til frú forseta fyrir að hafa lengt ræðutímann. Ég velti því hins vegar mjög fyrir mér hver tilgangurinn er með því þegar hér kemur fram hjá hv. þm. Ásmundi Einari Daðasyni að hann hafi verið kúgaður, ég ætla ekki að hafa nein orð um það hver kúgaði hann, en hann lýsti því yfir að hann hefði verið kúgaður í þessu máli og gæti ekki rætt efnislega um málið og gekk á dyr og tekur ekki þátt í þingstörfum. Þetta er nýr þingmaður, frú forseti. Þetta er mjög dapurlegur dagur. Ég ætla að gera það sama, frú forseti, af mórölskum stuðningi við hann, ég mun labba hér úr salnum og ekki taka þátt í umræðunni.