137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Afstaða mín til þessa máls kom fram í framsöguræðu minni. Ég gerði grein fyrir þeim sjónarmiðum sem hafa verið ráðandi innan Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (Gripið fram í.) og samþykkt landsfundarins sem ég styð að sjálfsögðu. Ég átti þátt í að stýra þeirri vinnu sem fram fór á síðasta landsfundi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, leiddi þann hóp sem fjallaði um utanríkismál og gerði tillögu að samþykkt hans í utanríkismálum meðal annars að því er varðar aðild að Evrópusambandinu þannig að ég stend að sjálfsögðu á bak við hana.