137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:13]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Er okkur þá ekki líka í lófa lagið að gera hið sama þegar kemur að öðrum kosningum, að kjósa án þess að vera með nokkur skýr fyrirheit eða áfangastaði í þeim kosningum? Er þá ekki hægt að kjósa í alþingiskosningum án þess að fyrir liggi stefna stjórnmálaflokka? Er þá ekki hægt að kjósa í alþingiskosningum án þess að það liggi fyrir hverjir skipi framboðslistana? Er hægt að gera þá kröfu til félagsmanna í stéttarfélagi að þeir taki afstöðu til kjarasamnings áður en samningurinn liggur fyrir?