137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:42]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni frómar óskir í minn garð. Ég skildi hann svo, svo ég haldi áfram í túlkunarfræðinni, að hann óskaði eftir því að ég yrði á Alþingi (Gripið fram í.) þegar hann tæki þátt í því að afgreiða hér endanlega samning um aðild að Evrópusambandinu. (Gripið fram í.) Það þykir mér vænt um. En mér finnst enn vænna um það að hv. þingmaður sem er sannur lýðræðissinni lýsir því hér yfir að hann mundi ekki lítilsvirða vilja þjóðarinnar jafnvel þó um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu væri að ræða. Það finnst mér mikilvægt og ég spyr hv. þingmann hvort hann telji ekki að allir hans góðu félagar í Framsóknarflokknum séu sömu skoðunar.