137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:49]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú hefur það verið upplýst hér í þingsal að það eru ekki bara þingmenn sem eru beittir ofbeldi persónulega af ríkisstjórninni heldur erum við aðrar þingmenn beittir ofbeldi raunverulega af forseta þingsins. Úr því að hv. 1. varaforseti þingsins vissi ekki af þessu og ekki var búið að taka þetta fyrir á fundi forsetanefndar þá er þetta mál algerlega hreint með ólíkindum. Hvernig stendur á þessum vinnubrögðum? Hvernig má það vera í lýðræðisríki að svona sé farið með alþingismenn þar sem enginn asi virðist vera á þessu máli eins og hv. þm. Illugi Gunnarsson reifaði rétt í þessu? Ég óska eftir því, frú forseti, að þetta verði athugað. Það er hásumar. Hér er enginn að telja eftir sér að vinna. Það má ekki taka þessi orð þannig. En nú er hásumar. Margir þingmenn eru fjölskyldufólk og eiga börn. Ég óska eftir því að þetta verði endurskoðað og að þingfundi sem er áætlaður á morgun verði frestað til mánudags.