137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:58]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Málin eru alveg hreint að verða hér öllum til skammar og í raun er maður hættur að geta hlegið að því hvernig staðið er að þessu öllu saman.

Ég vil líka minna (Gripið fram í.) þingmenn og þingheim á að venjulegir þingdagar eru ekki á föstudögum og laugardögum. Hér hafa vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar verið svo síðan hún tók við að það er dælt inn þungum og erfiðum málum á fimmtudagskvöldum og föstudagsmorgnum til þess að sleppa við sem mestar umræður í þingsal. Ég minni á að þetta eru ekki þingdagar, hvorki föstudagar né laugardagar. Þetta er hreint algjörlega til skammar.

Þetta voru einstaklega athyglisverðar upplýsingar hjá þeim hv. þingmanni sem talaði á undan mér. Óskandi væri að Samfylkingunni mundi liggja jafnmikið á að taka á málefnum fjölskyldna og heimila í landinu. Þá værum við líklega í annarri stöðu.