137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:00]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ákváðu þeir ráðherrar í þeim löndum að sækja um eins og hér er? Sá sem ákveður að sækja um ætlar ekki að ganga inn. Það á við um fjölda þingmanna.

Svo vil ég spyrja annars. Hæstv. ráðherra sagði í ræðu 13. nóvember: „Ég kyssi ekki á vönd kvalara minna,“ og átti þá við Breta og Hollendinga og allt það ferli. Hvernig finnst hæstv. ráðherra að fara núna til Brussel eftir allt það ferli? Ég minni á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, töfina þar, það er blindur maður sem ekki sér og á ég þá ekki við að blindir menn sjái ekki illa. Ég á við að það er vitlaus maður sem ekki skilur það sem þar var á bak við.

Svo var líka spurningin um Icesave og þá kúgun: Er (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra virkilega tilbúinn til að sækja um aðild að þessum klúbbi?