137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:01]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Á mínútu get ég ekki svarað öllum þeim fullyrðingum sem komu fram hjá hv. þingmanni. Er ég tilbúinn í að sækja um aðild að þessum klúbbi? Liggur svarið ekki í augum uppi? Ég lagði fram tillöguna sem verið er að ræða hér, ég er búinn að halda 20 mínútna ræðu um mína breyttu útgáfu á því. Já, ég er tilbúinn til þess. (PHB: Kyssa á vöndinn?)

Hv. þingmaður, frú forseti. Það vill svo til að það var ráðherra á þeim tíma sem ekki vildi kyssa á vönd kvalara sinna, sem ekki vildi fá mennina sem hv. þingmaður segir að hafi látið svipuna ganga á okkur til að koma og vernda okkur líka. Það var hin fullkomna niðurlæging. Hv. þingmaður skal muna úr hvaða flokki sá maður var og hverjir það voru sem ekki vildu það. (PHB: Hver kyssir núna á vöndinn?)