137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[21:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er einmitt þess vegna sem ég vakti athygli á þessu. Ég hef ekki heyrt þessu sjónarmiði mikið haldið á lofti í umræðunni í dag og ég vil þá líka spyrja um hinn töfrasprotann, sem er lægri vextir.

Nú er það þannig að þegar einhver borgar vexti er einhver annar sem fær þá. Við Íslendingar höfum haft allt of lítinn sparnað og allt of mikla eyðslu. Hvernig heldur hv. þingmaður að það virki á íslenska lántakendur þegar þeir geta farið að taka evrulán, með miklu lægri vöxtum væntanlega eins og er verið að lofa, og hvort sparnaðurinn muni þá aukast — sem er náttúrlega þverstæða — eða hvort eyðsla muni aukast og hvaða afleiðingar það hafi til langtíma, upp á væntanleg gjaldþrot, yfirfjárfestingu og annað slíkt?