137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[22:10]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að hann hafði gert þingflokksformönnum grein fyrir því að fundað yrði á föstudag og laugardag um þetta mál. Það er ekki ljóst hvenær Icesave-málið kemur úr nefnd. Sömuleiðis á eftir að ræða ýmis önnur mál og forseti telur það skyldu sína að halda vel áfram þannig að þingið verði ekki að störfum fram í ágúst.