137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[22:14]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég sagði fyrr í dag undir þessum dagskrárlið að óskandi væri að ríkisstjórnin mundi fylgja málefnum heimila og fjölskyldna jafn vel eftir og hún gerir í þessum málum því hér er þingað á föstudögum og laugardögum. Ég minni á að föstudagar og laugardagar eru ekki lögbundnir þingfundadagar.

Ég vil einnig minna frú forseta á að er hún tók við þessu embætti ætlaði hún að innleiða nýja fjölskylduvæna stefnu, skipaði til þess starfshóp sem hefur hist tvisvar og þetta er það sem hefur komið út úr stefnumiðum forseta Alþingis. Ég harma þetta, frú forseti. Ég harma þessi mál.