137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[22:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú er klukkan orðin korter yfir tíu og við erum að ræða mál sem í raun er mælt í áratugum eða öldum. Við erum að tala um að sækja um aðild að ríkjabandalagi suður í Evrópu fyrir íslenska þjóð og það er verið að tala um eitthvað sem á að taka áratugi og vara í aldir. Ef það liggur svona mikið á að það þurfi að ræða þetta á föstudagskvöldi og laugardegi þá er eitthvað að. Það er eitthvað annað á bak við það heldur en það sem menn eru virkilega að — menn segja ekki allan sannleikann í því. Ég hefði miklu frekar viljað vinna í dag og á morgun og sunnudaginn að hag heimila og fyrirtækja.