137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[22:16]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill segja við hv. þingmenn sem gagnrýna fundarstjórn forseta að ekki er bæði sleppt og haldið í þessum efnum. Bæði er forseta álasað fyrir að gefa ekki nógu langan tíma til umræðunnar og einnig fyrir það að heimila umræðu svo lengi að menn geti talað lengi. Þarna stangast því á þær kröfur sem koma fram hjá þingmönnum.

Forseti hefur fylgst með umræðum í allan dag og í kvöld og hefur fundist bara nokkuð góður bragur á umræðunni.