137. löggjafarþing — 39. fundur,  11. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:51]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Það væri verulega ánægjulegt ef við værum einmitt með svona foringja sem réði öllu. Þetta er afstaða Þórs Saaris. Þetta er ekki í stefnu Borgarahreyfingarinnar. Hann má fyllilega vera frjáls að hafa þessa afstöðu. Það er bara þannig að innan Borgarahreyfingarinnar er bæði mikið af Evrópusinnum og mikið af fólki sem er ekki Evrópusinnar og ég áskil mér þann rétt að hafa ekki nákvæmlega sömu skoðun og Þór Saari í þessu máli og þó ég væri sammála honum þá er þetta ekki í stefnu Borgarahreyfingarinnar og er hvergi í því plaggi sem við köllum stefnuskrá okkar.