137. löggjafarþing — 39. fundur,  11. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:57]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Ég bið hv. þingmann afsökunar á að hafa gleymt að svara einni af spurningunum. Ég er sammála því að orkan okkar er án efa nokkuð sem gæti komið öðrum Evrópubúum að notum. Þá er annað, held ég, sem hefur eiginlega verið lítið í umræðunni. Stoltenberg kom á fund utanríkismálanefndar þegar við vorum nýbúin að setja þingið. Þá kom fram að norðurleiðin muni opnast í ár. Ég held að sú staða muni gjörbreyta okkar samningastöðu og það væri mjög gott að vera kannski búin að fá eins og eins árs reynslu á hvað það þýði í alþjóðlegu samhengi áður en við hefjum þessar viðræður.