137. löggjafarþing — 39. fundur,  11. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:42]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þarna kemur hæstv. utanríkisráðherra akkúrat að kjarna málsins. Vegna þess að hér (Utanrrh.: Eins og alltaf.) er engin samstaða í þinginu um endapunktinn og það er ágreiningur um marga þætti í þessu sambandi, grundvallarágreiningur, þá teljum við að málið sé þannig vaxið að tilefni sé til þess að leita eftir afstöðu kjósenda í landinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort það eigi að fara í aðildarumsókn eða ekki. Við teljum að niðurstaða úr slíkri atkvæðagreiðslu, þó ráðgefandi sé, muni styrkja niðurstöðuna, hvort sem hún verður að fara í aðildarumsókn eða ekki.