137. löggjafarþing — 39. fundur,  11. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:46]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hlýt að lýsa furðu minni á því að maður, og flokkur, sem er svo bundinn við formið og hefur ekki treyst sér til að skrifa undir mikið nefndarálit þar sem gengið var mjög eftir því að fá alla flokka til að samþykkja þá meginhagsmuni sem ætti að gæta í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, skuli nú í þessari mikilsverðu umræðu binda sig við að halda atkvæðagreiðslu sem hann segir sjálfur að hafi ekkert að segja vegna þess að þingmenn og fulltrúar þjóðarinnar á þingi geti gert það sem þeim sýnist og farið að sannfæringu sinni. Mér finnst þetta algerlega hræðilega óskiljanlegt.