137. löggjafarþing — 39. fundur,  11. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:50]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Þetta svar, frú forseti, er verðugt lögfræðingi frá lagadeild Háskóla Íslands. Ég get ekki sagt annað. Algert bull og þvaður. Fyrirgefðu, frú forseti.

(Forseti (RR): Forseti vill minna hv. þingmenn á að gæta hófs í orðavali í ræðustól.)

Ég mun gera það, frú forseti. Hér hafa menn rætt í gegnum árin stórkostleg mál, stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjun t.d., sem með góðum rökum má segja að hafi kynt hér þenslubálið þannig að allt hafi lagst á hliðina í íslensku samfélagi. Hefði kannski ekki verið ágætt, í ljósi þeirrar afstöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú komið sér upp, að leggja fyrir þjóðina hvort við ættum að fara í þá stóru framkvæmd áður en við stigum þau skref? Ég man ekki til að það hafi hvarflað að nokkrum manni. En líklega var hv. þm. Birgir Ármannsson ekki á þingi þá til að tala fyrir því en þá hefði hann gert það ef hann er samkvæmur sjálfum sér.