137. löggjafarþing — 39. fundur,  11. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:54]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson má ekki misskilja mig sem svo að ég telji að það sé einhver skylda að menn hafi sömu skoðun í mismunandi flokkum. Ég held að innan flokka geti verið mjög skiptar skoðanir um þessi mál og það liggur fyrir að svo er. Það eru skiptar skoðanir í ríkisstjórninni og ég lýsi þessu sem staðreynd en er ekki að nota þetta til að stinga þyrnum í flokka eða ríkisstjórnina, það eru bara skiptar skoðanir. Við teljum að einmitt þess vegna sé mjög gott að fá niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál.