137. löggjafarþing — 40. fundur,  13. júlí 2009.

aðildarumsókn að ESB og ríkisstjórnarsamstarf.

[15:12]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Þessi síðustu orð hv. þingmanns eru hennar eigin orð sem ég tek ekki undir. Við erum ekki með neinar hótanir í garð samstarfsflokks okkar. Það er alveg ljóst. Vinstri grænir vita alveg hug okkar til þessa máls og ég vil segja það klárt og kvitt að það sem formaður Vinstri grænna hefur sagt, að þingmenn eigi að fylgja samvisku sinni í þessu máli við atkvæðagreiðslu, það eiga þeir að gera, og í öllum málum, skoða heildarmyndina og hvernig þeir vilja þá greiða atkvæði. Mér heyrist hv. þingmaður bera mikla umhyggju fyrir áframhaldandi starfi þessarar ríkisstjórnar þannig að við skulum vona að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að þessi ríkisstjórn starfi áfram. (Gripið fram í: Nú?) (Gripið fram í: Ha?)