137. löggjafarþing — 40. fundur,  13. júlí 2009.

kennitöluskipti skuldugra fyrirtækja.

[15:24]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. viðskiptaráðherra fyrir svör hans og tek undir það með honum að það er þá kannski ekki seinna vænna að bankarnir, þá fyrir tilstilli m.a. stjórnvalda, móti sér skýrari reglur og ef til vill siðareglur varðandi það hvenær eðlilegt er að samþykkja eða fallast á kennitöluflakk af því tagi sem lýst er í þeim fregnum sem ég vísaði til í fyrirspurn minni.

Ég tek undir það að breytingar á kennitölum þurfa ekki að vera saknæmar en þær geta ekki talist eðlilegur hluti af rekstrarhagræðingu og síst af öllu í því samhengi sem hér er rætt um. En ég ítreka að ég þakka fyrir svör ráðherrans.